Enginn mannskapur á svæðinu og framkvæmdum lokið

Búið er að fergja heitavatnslögnina frá Svartsengi til Grindavíkur.
Búið er að fergja heitavatnslögnina frá Svartsengi til Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

HS Veitur bíða átekta og munu funda um stöðuna ef eldgos byrjar á Reykjanesskaga.

Kvikuhlaup er hafið undir Sundhnúkagígaröðinni og líklegt er að eldgos hefjist í kjölfarið.

Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna, segir engan mannskap á vegum fyrirtækisins vera á svæðinu.

Loftlínur reynst betur

Þá sé framkvæmdum lokið við að fergja heitavatnslögnina sem liggur frá Svartsengi til Grindavíkur og hjáveitulögnina sem var lögð yfir hraunið sem rann í janúar, auk þess sem rafmagnsloftlína sem unnið hefur verið að síðustu misseri var framlengd um kílómetra leið.

Hafa loftlínur reynst betur en rafmagnsstrengir í jörðu í eldgosum og var loftlínan framlengd til að fyrirbyggja mögulegt rof á þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert