„Erum orðin þjálfuð í því að leggja veg yfir nýtt hraun“

Eldgos 29. maí 2024.
Eldgos 29. maí 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum orðin þjálfuð í því að leggja veg yfir tiltölulega nýtt hraun, segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is um það ef landleiðin til Grindavíkur lokast.

Suðurstrandavegur stendur einn eftir opinn til Grindavíkur. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði í samtali við mbl.is fyrr í kvöld að líklega yrði ljóst um miðnætti hvort að vegurinn lokist. 

„Á meðan gosið er í gangi gerum við ekki neitt, við þurfum bara að bíða eftir að það klárist og þá metum við stöðuna,“ segir Pétur aðspurður hvort Vegagerðin sé með áætlanir ef landleiðin lokist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert