Flæðir yfir Grindavíkurveg á tveimur stöðum

Eldgos 29. maí 2024.
Eldgos 29. maí 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­gosið sem hófst við Sund­hnúkagígaröðina í dag virðist vera það öfl­ug­asta sem sést hef­ur á Reykja­nesskag­an­um síðustu ár. Hraun hef­ur flætt yfir Grinda­vík­ur­veg á að minnsta kosti tveim­ur stöðum.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að há­marks­hraun­flæði virðist tals­vert meira en hef­ur verið í síðustu gos­um.

Hvernig er kraft­ur­inn í þessu gosi miðað við síðustu gos á Reykja­nesskag­an­um?

„Hann er held­ur meiri, mun meiri í raun­inni. Það er fyrsta mat alla veg­anna,“ svar­ar Bene­dikt en tek­ur fram að fyrstu mæl­ing­ar gefi ekki endi­lega skýr­ustu mynd af krafti goss­ins. 

Hraun flæðir yfir Grindavíkur veg norður fyrir Sýlingarfell annars vegar …
Hraun flæðir yfir Grinda­vík­ur veg norður fyr­ir Sýl­ing­ar­fell ann­ars veg­ar og suður að Þor­birni hins veg­ar. mbl.is

20 millj­ón­ir rúm­metr­ar safn­ast

Í síðustu gos­um nam hraun­flæðið þegar mest lét um að há­marki 1.200 rúm­metr­um á sek­úndu.

Í þessu gosi hef­ur há­marks­flæði aft­ur á móti numið um 1.500-2.000 rúm­metra á sek­úndu í upp­hafi goss, seg­ir Bene­dikt. „Sem er kannski af­leiðing af því að þrýst­ing­ur í Svartsengi var orðinn tvö­falt á við það sem hann var fyr­ir síðustu gos.“ 

Um 20 millj­ón­ir rúm­metra af kviku höfðu safn­ast und­ir Svartsengi fyr­ir gosið, en áður höfðu jarðvís­inda­menn talið að þol­mörk kviku­geym­is­ins lægju á aðeins í kring­um 10 millj­ón­ir rúm­metra.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Hraunið þegar náð að raflín­um

Bene­dikt seg­ir að hraun hafi flætt yfir Grinda­vík­ur­veg á að minnsta kosti tveim­ur stöðum, norður fyr­ir Sýl­ing­ar­fell ann­ars veg­ar og suður að Þor­birni hins veg­ar. Virkn­in sé enn mik­il á allri sprung­unni.

„Svo hef­ur hraunið verið að ná raflín­um,“ bæt­ir hann við en tek­ur fram að hann viti ekki hvort tjón hafi orðið á lín­un­um, sem liggja meðfram Þor­birn­ir inn til Grinda­vík­ur.

Ef miðað er við nú­ver­andi rennsli er mögu­legt að hraunið renni yfir Njarðvíkuræð, heita­vatns­lögn­ina sem út­veg­ar öll­um Suður­nesj­um heitt vatn.

„Ef áfram held­ur sem horf­ir get­ur það gerst, en það er aðeins lengra í það og við eig­um kannski held­ur von á því að það detti niður kraft­ur­inn í þessu og það hægi á þessu,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is fylg­ist áfram með fram­vindu elds­um­brota á Reykja­nesskaga:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka