Gossprungan í Sundhnúkagígum er um 2,5 kílómetrar að lengd og gosmökkurinn náði upp í um 3,5 km hæð í upphafi gossins fyrr í dag.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Sprungan virðist vera staðsett norðaustan við Sýlingafell og er gosið því á svipuðum slóðum og fyrri gos. Fylgst er með því hvort sprungan lengist til suðurs. Mikið flæði er sunnan Stóra-Skógfells í átt að Grindavíkurvegi.
Hraun hafði runnið um einn kílómetra til vesturs fyrstu 45 mínútur gossins.