Vísindafólk á Veðurstofu Íslands telur líklegt að um 45 mínútur séu í að hraun nái Grindavíkurvegi miðað við núverandi hraða.
Þetta skrifa almannavarnir á Facebook.
Eldgos er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Svo virðist sem jarðeldurinn hafi brotist út norðaustan við Sýlingarfell, á svipuðum slóðum og síðasta gos.
Gosið er það áttunda á skaganum á rúmum þremur árum og um leið það fimmta til að brjótast út á aðeins rúmu hálfu ári.