Hraun nái Grindavíkurvegi eftir um 45 mínútur

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um ákveðið að …
Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um ákveðið að fara á neyðarstig vegna eld­goss­ins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísindafólk á Veðurstofu Íslands telur líklegt að um 45 mínútur séu í að hraun nái Grindavíkurvegi miðað við núverandi hraða.

Þetta skrifa almannavarnir á Facebook. 

Eld­gos er hafið að nýju á Reykja­nesskaga. Svo virðist sem jarðeldurinn hafi brotist út norðaustan við Sýlingarfell, á svipuðum slóðum og síðasta gos.

Gosið er það átt­unda á skag­anum á rúmum þremur árum og um leið það fimmta til að brjótast út á aðeins rúmu hálfu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka