Hraun rennur að varnargörðunum við mastrið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraunbreiðan hefur nú náð að varnargörðunum við fjarskiptastöð Bandaríkjaflota, vestan Grindavíkur, sem einkennist af háu mastri.

Þetta má sjá á vefmyndavélum.

Hraunið flæðir á þónokkrum hraða úr gossprungunni við Sundhnúkagígaröðina og er nú komið vestur fyrir Grindavíkurbæ.

Vegur klýfur varnargarðana við mastrið og rennur hraunið skammt frá skarðinu.

Fjarskiptastöðin er vestan Grindavíkur. Mynd úr safni.
Fjarskiptastöðin er vestan Grindavíkur. Mynd úr safni. Ljósmynd/Olga Ernst
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert