Hraun rennur yfir Grindavíkurveg

Glóandi hraun spýst út úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri …
Glóandi hraun spýst út úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri klukkustund. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraun er runnið yfir Grindavíkurveg.

Þetta segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, í samtali við mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is rennur hraunið yfir veginn sunnan Þorbjarnar.

Unnið er að því að loka varnargörðum.
Unnið er að því að loka varnargörðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum með menn á öllum endum og erum að loka götum í varnargörðunum. Svo verðum við að sjá hvað það heldur,“ segir Jón Haukur. 

Að sögn hans eru tíu vélar að störfum við að bæta í varnargarða. Verið er að loka vegtengingum í kringum garðana.

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu.
Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þola ákveðið og þola svo ekki meir

Hann segir nægt efni á svæðinu og Jón Haukur segir að nú verði að koma í ljós hversu vel garðarnir halda.

„Það veit enginn hvað þetta verður mikið hraun. Þeir þola ákveðið og svo þola þeir ekki meir. Þá er þetta búið,“ segir Jón Haukur.

Hann segir að menn voni að lagnir haldi en ekki sé á vísan að róa í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert