Kröftugar sprengingar við Hagafell: Myndskeið

Svartur og brúnn gosmökkur stígur nú upp frá syðri hluta gossprungunnar við Hagafell og kröftugar sprengingar sjást öðru hvoru.

Meðfylgjandi er myndskeið af því þegar sprengingar hófust. 

Komist í snertingu við grunnvatn

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að sprengingarnar séu til komnar sökum þess að hraunið hefur komist í snertingu við grunnvatn.

„Kvikan hefur komist í snertingu við grunnvatn og það er sprengivirkni sem hefur farið í gang vegna þess,“ segir Benedikt.

Hann segir að vatnið snöggsjóði og líkja megi þessu við það þegar kveikt er í gasi.

„Vatnið hitnar um fleiri hundruð gráður á örfáum sekúndum og fær hraða uppgufun sem er í rauninni bara sprenging,“ segir Benedikt, sem mælir gegn því að fólk fari nærri þessu svæði.

„Þetta er skaðlegt heilsunni og menn ættu ekkert að vera að þvælast þarna.“

Vart hefur orðið við miklar sprengingar eins og sjá má …
Vart hefur orðið við miklar sprengingar eins og sjá má á upptökunni. Skjáskot/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert