Miklar umferðatafir eru á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is barst ábending frá vegfaranda að umferð væri stopp frá Vesturlandsvegi og niður í miðbæ, bæði til austurs og vesturs.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki um slys að ræða.
Í tilkynningum á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé nú í breikkun gönguleiða á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Af þeim sökum mætti búast við umferðartöfum, auk tafa á gangandi og hjólandi umferð á meðan framkvæmdum stendur út ágúst.