Neistinn kveiktur í Lindaskóla

Verið er að bregðast við slöku gengi í PISA-könnun síðasta …
Verið er að bregðast við slöku gengi í PISA-könnun síðasta árs. Ljósmynd/Aðsend

Lindaskóli mun innleiða verkefnið Kveikjum neistann í 1. og 2. bekk skólans á næsta ári. Verkefni felur í sér markvissa vinnu að auka úthald og þjálfa seiglu og þrautseigju nemenda í námi, segir í tilkynningu.  

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Margrét Ármann, skólastjóri Lindaskóla, og Helgi Rúnar Óskarsson, stjórnarformaður Rannsóknarseturs um menntun og hugafar, undirrituðu samning um innleiðingu verkefnisins í vikunni. 

Hver dagur byrjar á hreyfingu

Skólinn hefur unnið í takt við hugmyndafræði verkefnisins í 1. bekk í vetur. Þannig hófust allir dagar á hreyfingu, þjálfunartímar í lestri alla daga vikunnar og svokallaðir árstríðutímar þrjá daga vikunnar.

Tímarnir bjóða börnum upp á að velja sér viðfangsefni til þess að leggja stund á úr hópi fyrirframgefna möguleika. 

„Við í Lindaskóla ákváðum að fara af stað með þetta verkefni þar sem þetta er ein leið til að bregðast við slöku gengi  PISA og farið er eftir kenningum fremstu fræðimanna í menntavísindum.  Kennarar sem hafa komið að verkefninu í vetur eru mjög ánægðir með útkomuna og eru allir nemendur í 1.bekk orðin læsir sem er frábær árangur.  Við erum því alsæl með að Kópavogsbær sé búinn að stökkva á vagninn með okkur og styðja okkur til að halda ótrauð áfram með verkefnið,“ er haft eftir Margréti Ármann skólastjóra í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert