Óljóst hvort gosið sé stærra en síðasta gos

Mikinn mökk leggur frá eldgosinu.
Mikinn mökk leggur frá eldgosinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum á Facebook að hraunrennslið sé um þúsund rúmmetrar á sekúndu, gróflega áætlað. 

Standist það er hraunrennslið svipað og það var í upphafi eldgossins sem hófst 16. mars. 

Mæl­ing­ar frá gosinu frá því í mars sýna að hraun­flæðið var 1.100-1.200 rúm­metr­ar fyrstu klukku­stund­ina en svo dró hratt úr því. Var flæðið komið niður í um 100 rúm­metra eft­ir 6-8 klukku­stund­ir.

Sjónrænt mat segir annað 

Á sama tíma fást þær upplýsingar frá Veðurstofunni að ef miðað sé við sjónrænt mat náttúruvársérfræðinga þegar þeir flugu yfir gosið, þá sé gosið nú kraftmeira nú en þá.

Óljóst er því á þessari stundu hvort hraunrennsli sé meira eða minna en í síðasta gosi.  

Sprungulengdin er sú sama og í síðasta gosi eða þrír kílómetrar. 

Eru þessi tvö síðustu gos minnst þrefalt stærri en þau sem hófust í desember og janúar í Sundhnúkagígaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka