Rautt hættumat í Svartsengi

Rautt hættumat er í Svartsengi.
Rautt hættumat er í Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óbreytt hættumat er í Grindavík en hættumat í Svartsengi og norðan Svartengis hefur verið fært upp í rautt vegna hraunflæðis og gasmengunar.

Þetta segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að gossprungan sé 3,4 kílómetrar og er hún því orðin lengri en gossprungan í gosinu þann 16. mars. 

Eins kemur fram að hættumat í Sundhnúkagígaröðinni hafi verið uppfært í fjólublátt sem merkir mjög mikla hættu. 

Tilkynning í heild sinni 

„Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi eldgossins og þróun hraunflæðis frá gossprungunni. Þær breytingar eru á hættumatinu að hættan á Svæði 3 (Sundhnúkagígaröðin) hefur verið aukin í mjög mikla (fjólublátt) vegna gosopnunar og mikils hraunflæðis. Hætta á Svæði 1 (Svartsengi) og 5 (norðan Svartsengis) hefur verið fært upp í mikla hættu (rautt) vegna hraunflæðis og gasmengunar. Svæði 4 (Grindavík) er óbreytt frá fyrra hættumati en auknar líkur eru á gosopnun innan svæðisins og hraunflæðis,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert