Rýmingu í Grindavík hefur verið lokið.
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir skömmu eftir að kröftug skjálftahrina reið yfir við Sundhnúkagígaröðina.
Fram að þessu höfðu 20 milljónir rúmmetrar af kviku safnast í kvikugeyminn undir Svartsengi frá 16. mars, þegar síðasta gos hófst. Veðurstofa lýsti síðasta gosi loknu þann 9. maí og hefur kvikusöfnun haldist stöðug síðan.