Þrír íbúar enn í Grindavík

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn dvelja þrír íbúar í Grindavík, þvert á móti tilmælum lögreglu. Ekki hefur komið til þess að lögregla hafi beitt valdi í aðgerðum sínum við að rýma bæinn. 

Þetta skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Eldgos hófst á Reykjanesskaga nærri Sundhnúk norðan við Grindavík klukkan 12:46.

Gossprungan er síðan búin að stækka til suðurs eins og mbl.is hefur greint frá. Gæti hún stækkað enn meir.

Bærinn rýmdur

Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi voru rýmd fyrir hádegi í dag. Sú aðgerð gekk vel að sögn lögreglu, en þó dvelja enn þrír íbúar í Grindavíkurbæ.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins.

Fréttamönnum og blaðamönnum, m.a. frá mbl.is, hefur verið hleypt nærri eldstöðvunum í fylgd viðbragsaðila. Þeir eru með viðeigandi búnað og blaðamannapassa.

„Hamfarasvæðið er að öðru leyti lokað öðrum en viðbragðsaðilum. Lokunarpóstur er við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og sem fyrr á Nesvegi og Suðurstrandarvegi,“ segir í færslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka