Agnar Már Másson
Þyrla Landhelgisgæslunnar er í biðstöðu vegna kvikuhlaups sem er hugsanlega hafið á Reykjanesskaga.
„Við erum til taks ef óskað verður eftir því að fljúga með vísindamenn yfir svæðið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is. Þyrlan sé því í viðbragðsstöðu.
Kröftug skjálftahrina á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells þykir benda til þess að kvikuhlaup sé hafið. Allir skjálftarnir eru í kringum 1 að stærð eða smærri.
Veðurstofan hefur þó enn ekki óskað eftir því að fljúga yfir svæðið, segir Ásgeir.