Þyrlan í biðstöðu vegna skjálftahrinu

Kvikuhlaup gæti verið hafið.
Kvikuhlaup gæti verið hafið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar er í biðstöðu vegna kvikuhlaups sem er hugsanlega hafið á Reykjanesskaga.

„Við erum til taks ef óskað verður eftir því að fljúga með vísindamenn yfir svæðið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is. Þyrlan sé því í viðbragðsstöðu.

Kröft­ug skjálfta­hrina á milli Sýl­ing­ar­fells og Stóra-Skóg­fells þykir benda til þess að kvikuhlaup sé hafið. All­ir skjálft­arnir eru í kring­um 1 að stærð eða smærri.

Veðurstofan hefur þó enn ekki óskað eftir því að fljúga yfir svæðið, segir Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert