Viðbragðsaðilum gert að rýma Grindavík

Viðbragðsaðilar hafa fengið skipun um að rýma Grindavík.

Almannavarnir greindu frá því fyrir skömmu að kvikugangurinn væri tekinn að færast nær Grindavíkurbæ. Voru viðbragðsaðilar í bænum beðnir um að vera tilbúnir að yfirgefa bæinn á mjög skömmum tíma. 

Almannavarnir lýsa yfir neyðarstigi

Íbúar og starfsmenn í Grindavíkurbæ var gert að rýma bæinn upp úr klukkan ellefu í dag þegar jarðskjálftahrina við Sundhnúkagígaröðina hófst.

Rýmingu íbúa og starfsmanna er lokið. Enn voru þó viðbragðsaðilar með viðveru í bænum.

Klukkan 12.47 hófst eldgos. Hafa almannavarnir lýst yfir neyðarstigi. 

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert