Viðvörunarflautur óma og rýming að hefjast

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörunarflautur hafa verið settar af stað í Grindavík og tilkynningar sendar út til bæjarbúa um að rýma Grindavíkursvæðið vegna yfirvofandi eldgoss.

Viðbragðsaðilar eru á staðnum, auk þess sem fleiri eru á leiðinni til þess að aðstoða fólk og láta það vita.

Spurð segist Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, ekki vita hversu margir eru í bænum. Hún segir marga vera í vinnunni, sérstaklega niðri við höfnina.

„Núna erum við að búast við þessu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að taka lífinu samt með ró og rýma í rólegheitum,” segir Hjördís.

Hjördís Guðmundsdóttir.
Hjördís Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert