Allar sveitir á Norðurlandi kallaðar að Fnjóská

Fnjóská
Fnjóská Erlendur Steinar

Allar björgunarsveitir á Norðurlandi, frá Skagafirði yfir í Aðaldal, hafa verið kallaðar út vegna leitar að manneskjunni sem féll í Fnjóská.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru sveitirnar sjö til átta í heild sem kallaðar hafa verið út. 

Að sögn hans er notast við dróna, sæþotur, báta og straumvatnsbjörgunarfólk sem er í ánni, við leit að manneskjunni. Eins leitar Landhelgisgæslan úr lofti.

„Það er enn fólk á leiðinni og það var verið að bæta í útkallið og teygja það lengra,“ segir Jón Þór.

„Núna eru komnir um 50 manns á svæðið,“ segir Jón.  

Björgunarsveitarbíll í forgangsakstri á Grenivíkurvegi.
Björgunarsveitarbíll í forgangsakstri á Grenivíkurvegi. mbl.is/Þorgerir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert