Hermann Nökkvi Gunnarsson
Það er allt í járnum í glænýrri skoðanakönnun Prósents en aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga. Halla Tómasdóttir mælist með mest fylgi en Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir fylgja henni fast á hæla og er fylgismunurinn innan vikmarka.
Þetta var kynnt í kappræðum Morgunblaðsins og mbl.is sem er nú streymt inn á mbl.is.
Fylgstu með:
Halla Tómasdóttir mælist með 23,5% en Katrín Jakobsdóttir með 22,2%. Þar á eftir kemur Halla Hrund Logadóttir með 22%.
Þær þrjár mælast með marktækt meira fylgi en Baldur Þórhallsson sem mælist nú með 14,6% fylgi. Jón Gnarr mælist með 9% fylgi og Arnar Þór Jónsson mælist með 6,1% fylgi.
Aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með 2,6% fylgi.