Búist við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu

Frá gosstöðvunum við Sundhnúkagíga.
Frá gosstöðvunum við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eyþór Árnason

Vart gæti orðið við gasmengun frá gosstöðvunum við Sundhnúkagíga á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag og á morgun.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði vestlæg átt framan af degi og berst þá gasmengun til austurs og gæti hennar orðið vart í Ölfusi og víðar á Suðurlandi.

Síðdegis snýst til suðvestlægrar áttar og áfram á morgun og berst þá gasmengun til norðausturs og gæti hennar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert