Búist við gasmengun á Suðurlandi í dag

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar næsta sólarhring.
Gasdreifingarspá Veðurstofunnar næsta sólarhring. Kort/Veðurstofa Íslands

Samkvæmt gasdreifingaspá Veðurstofu Íslands er búist við því að gasmengun frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga berist til austurs yfir Suðurland í dag.

Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert