Á ferð blaðamanna mbl.is í Grindavík í dag var rætt við Jóhann Vigni Gunnarsson, yfirmann landvinnslu hjá Þorbirni, fyrir utan fiskivinnsluna. Þar var hann að sækja vörur sem áttu að fara út í gær en var ekki hægt sökum rafmagnsleysis og rýmingar.
Að sögn Jóhanns voru þetta 50 tonn af fiski sem þurfti að ferja, en aflaverðmætið er í kringum 70 milljónir króna.
Fjölskylda Jóhanns er bæði með íbúð á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík og hann hyggst halda því þannig.
Ætlarðu að vera áfram í Grindavík?
„Við verðum áfram með íbúð hérna í Grindavík og rekstur, en krakkarnir eru í skóla í bænum og við ætlum ekkert að raska því,” segir Jóhann.