Flestir treysta Höllu Tómasdóttur

Flestir treysta Höllu Tómasdóttur (efst til vinstri) samkvæmt könnun Maskínu. …
Flestir treysta Höllu Tómasdóttur (efst til vinstri) samkvæmt könnun Maskínu. Baldur Þórhallson kemur næstur á eftir, þá Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir í því fjórða.

Halla Tómasdóttir nýtur mests trausts meðal almennings til að gegna embætti forseta Íslands, ef marka má nýja könnun Maskínu þar sem spurt er út í viðhorf til kosninga og frambjóðenda, en 68% svarenda treysta henni.

Baldur Þórhallsson kemur næstur á eftir með 65% og þá Halla Hrund Logadóttir með 52%. 

Katrín Jakbobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vermir fjórða sætið með 46% stuðning. Jón Gnarr er í fimmta sæti með 45% stuðning.

Graf/Maskína

Flestir yrðu sáttir við Höllu Tómasdóttur

Flestir bera aftur á móti minnst traust til Ástþórs Magnússonar Wiium, en 79% svarenda segjast ekki treysta honum.

Spurt var: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi frambjóðenda til embættis forseta Íslands?“

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 27. til 30. maí og voru svarendur 2.597 talsins.

Einnig var spurt: „Hverja af eftirtöldum frambjóðendum yrðir þú sátt(ur) með sem næsta forseta Íslands?“

Flestir yrðu sáttir við Höllu Tómasdóttur, eða 65%. Baldur Þórhallsson kemur næstur á eftir með 59%, Halla Hrund Logadóttir með 51% og Katrín Jakobsdóttir með 46%. 

Aðeins 2% yrðu sáttir við Eirík Inga Jóhannsson og 3% Ástþór Magnússon Wiium. 

Graf/Maskína

Þá segjast 84% svarenda bera mikið traust til þess að forsetakjörið fari fram á heiðarlegan hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert