Eldgos braust út með látum klukkan 12.46 í gær norðaustan við Sýlingarfell. Gosið er það öflugasta síðan goshrina hófst 18. desember á síðasta ári í Sundhnúkagígaröðinni. Fjallað er um eldsumbrotin í Morgunblaðinu í dag.
Forsíðuna prýðir stórbrotin ljósmynd Eggerts Jóhannessonar sem tekin var síðdegis í gær eftir að sprengivirkni hófst við suðurenda gossprungunnar þegar kvika komst í snertingu við grunnvatn.
Blaðið í dag hefur að geyma kort sem sýnir legu sprungunnar þegar gosið stóð sem hæst auk tímalínu yfir atburði á Reykjanesskaganum frá því að eldgos hófst í Geldingadölum í mars 2021 við Fagradalsfjall.
Þá má þar einnig lesa viðtöl við nokkra af fremstu jarðvísindamönnum landsins.
Hér má lesa blað dagsins.