Halla Hrund svarar fyrir eigin orð um Landsvirkjun

Halla Hrund Logadóttir var spurð út orð sem hún lét falla á dögunum, þar sem hún sagði að hún teldi að sala Landsvirkjunar kæmi á borð næsta forseta, í forsetakappræðum Morgunblaðsins.

Er eitthvað í þinum störfum sem orkumálastjóri eða annar staðar frá sem gefur þér ástæðu til að ætla þetta?

„Ég nefndi þetta sem dæmi þegar við erum að tala um í hvernig aðstæðum forseti myndi beita málskotsréttinum,“ sagði Halla.

Viðtal við Höllu Hrund hjá Vísi á dög­un­um vakti mikla at­hygli en þar full­yrti hún að mik­il krafa væri á sölu Lands­virkj­un­ar.

„Það er mik­il krafa á sölu á Lands­virkj­un sem ég tel að muni koma inn á borð næsta for­seta,“ sagði hún í sam­tali við Vísi.

Þetta er enginn óraunveruleiki“

Þú sagðir að þetta myndi koma á borð næsta forseta…

„Ég er að segja, þegar ég nefndi það sem dæmi í hvernig tilfellum við værum að horfa á málskotsréttinn. Og ég tók það sem dæmi að þegar við erum að tala um auðlindamál þá væri það dæmi um málaflokk sem skiptir framtíðarkynslóðir gríðarlega miklu máli. Því eins og við öll vitum hér þá eru auðlindirnar okkar mjólkurkýr hvers samfélags og þess vegna skiptir sérstaklega miklu máli að þjóðin fái að hafa aðkomu þarna,“ sagði halla Hrund í kappræðunum og bætti við:

„Það sem skiptir máli hér er að það er auðvitað þannig að sala á Landsvirkjun – hluta hennar – hefur komið upp. Það hefur komið upp 2022, kom upp eftir hrun þar sem var verið að horfa á hvort að það ætti að selja hluta af Landsvirkjun til að greiða niður skuldir. Þetta er stuttu eftir að HS orka var selt sem að við þekkjum að var töluvert umdeilt mál. Þannig þetta er enginn óraunveruleiki,“ sagði Halla.

Halla sagði sala Landsvirkjunar vera dæmi um mál sem gæti komið á borð forseta og að aukin aðsókn væri í auðlindir.

Horfðu á forsetakappræðurnar í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert