Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar

Katrín og Halla Tómasdóttir á samsettri mynd.
Katrín og Halla Tómasdóttir á samsettri mynd. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Eggert Jóhannesson

Þær Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir mælast hnífjafnar með 24,1 prósents fylgi hvor í nýrri skoðanakönnun Maskínu.

Í þriðja sæti er Halla Hrund Logadóttir með 18,4 prósent. Marktækur munur er á þeim Katrínu og Höllu Tómasdóttur annars vegar og Höllu Hrund hins vegar.

Könnunin var unnin fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Sex frambjóðendur með samtals 3,2 prósenta fylgi

Baldur Þórhallsson mælist með 15,4 prósent í fjórða sæti, Jón Gnarr er fimmti með 9,9 prósent og Arnar Þór Jónsson í því sjötta með 5 prósent. Marktækur munur er á þeim öllum.

Hinir sex frambjóðendurnir mælast samtals með 3,2 prósenta fylgi.

Könnunin fór fram 27. til 30. maí og voru svarendur 2.985 talsins. Af þeim sem tóku afstöðu vissu 4,9 prósent ekki hvern þau myndu kjósa. 0,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert