Leita nafna á goslömbin

Lömbunum braggast vel.
Lömbunum braggast vel. Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn biður nú almenning um aðstoð við það að nefna tvö ný lömb sem í heiminn komu um það leyti sem gos hófst í gær. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá garðinum. 

Ærin Flekka er móðir lambana tveggja og leggja starfsmenn til nöfnin Gosi og Aska. 

Sauðburðurinn virðist fara vel af stað hjá húsdýragarðinum en 9 lömb hafa nú þegar látið sjá sig, en faðir þeirra allra er hrúturinn Jökull. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert