Björgunarsveitir frá Akureyri, Dalvík og Grenivík hafa verið kallaðar út eftir að „einstaklingur,“ féll í Fnjóská í Fnjóskárdal.
Maron Pétursson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, segir að tveir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang og að leit standi yfir. „Það stendur yfir leit að einstaklingi sem féll í Fnjóská,“ segir Maron.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en hefur ekki frekari upplýsingar um hvers eðlis atvikið er sem um ræðir.