Leitað að manneskju í Fnjóská

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björgunarsveitir frá Akureyri, Dalvík og Grenivík hafa verið kallaðar út eftir að „einstaklingur,“ féll í Fnjóská í Fnjóskárdal.

Maron Pétursson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, segir að tveir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang og að leit standi yfir. „Það stendur yfir leit að einstaklingi sem féll í Fnjóská,“ segir Maron. 

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en hefur ekki frekari upplýsingar um hvers eðlis atvikið er sem um ræðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert