Lögreglu barst tilkynning um tvo menn með barefli á gangi í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mennirnir hafi fundist skömmu síðar. Þeir voru ekki vopnaðir þegar lögregla hafði afskipti af þeim og var því ekki metin þörf á frekari aðgerðum.
Þá var tilkynnt um einstakling með ógnandi tilburði í miðborginni rétt eftir klukkan hálfeitt í nótt.
Hann hafði verið að hóa öðrum ofbeldi og var mjög ölvaður. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands.