Mesta hraunflæðið norðarlega í sprungunni

Frá gosstöðvunum klukkan sex í morgun.
Frá gosstöðvunum klukkan sex í morgun. Skjáskot/mbl.is

Takmarkað skyggni er við gosstöðvarnar og því erfitt að meta hve mörg gosop eru virk á gossprungunni við Sundhnúkagígaröðina. Þau virðast þó vera nokkur.

Virknin í gosinu hefur haldist nokkuð stöðug í nótt. Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíuleytið í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að unnt verði að meta betur virknina og hraunflæði þegar það léttir til með morgninum.

Dregið úr gosóróa

Í gærkvöldi kom fram að virkni kvikustróka við Sundhnúkagígaröðina væri einangruð við sex gosop norðarlega á sprungunni.

Þá var sprengivirkni ekki lengur sjáanleg og dregið hafði verulega úr gosóróa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert