Myndir: Virknin einangruð við sex gosop

Virkni kvikustróka við Sundhnúkagígaröðina virðist nú einangrast við sex gosop …
Virkni kvikustróka við Sundhnúkagígaröðina virðist nú einangrast við sex gosop norðarlega á gossprungunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virkni kvikustróka við Sundhnúkagígaröðina virðist nú einangrast við sex gosop norðarlega á gossprungunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Virknin er nú bundin við sex gosop.
Virknin er nú bundin við sex gosop. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hraunrennsli er nú mest á svæðinu í kringum norðurhluta sprungunnar og við Sýlingarfell. Hægt hefur á framrás hraunrennslis við Grindavíkurveg til móts við Svartsengi og við varnargarðana vestur af Grindavík.“

Þá er tekið fram að sprengivirkni sjáist ekki, dregið hafi verulega úr gosóróa og þar að auki mælist lítil skjálftavirkni.

Eldgosið í kvöld.
Eldgosið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá eldgosinu í kvöld.
Frá eldgosinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessi mynd var tekin um kvöldmatarleytið úr þyrlu.
Þessi mynd var tekin um kvöldmatarleytið úr þyrlu. mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert