Nokkrir dagar gætu hafa liðið

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Krufningin á líkum sambýlisfólksins sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík á mánudaginn fór fram í gær.

Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri Vestfjarða, í samtali við mbl.is. Hann segir að niðurstaða úr krufningunni liggi ekki fyrir og mögulega verði það ekki fyrr en í næstu viku.

Krufningin gæti mögulega breytt því

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sagt að ekkert bendi til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað og enginn sé með réttarstöðu sakbornings.

„Það bendir ekkert til saknæms atburðar á þessu stigi en krufningin gæti mögulega breytt því og eins að gefa okkur skýrari mynd af því sem gerðist,“ segir Helgi.

Helgi segist ekki geta sagt til um það hvenær andlátin hafi borið að.

Það líti þó út fyrir að nokkrir dagar hafi liðið áður en lögreglan hafi komist inn í hús sambýlisfólksins, sem var á sjötugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert