„Þetta eru allt mjög frambærilegir frambjóðendur“

mbl.is/Eyþór

Forsetakosningarnar nálgast hratt og mbl.is spjallaði við nokkra kjósendur í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í gær um hvern þeir ætli sér að kjósa. 

Kristján Sigfússon sat á kaffihúsi í Kringlunni er blaðamaður náði tali af honum og hann kveðst vera búin að ákveða hvern hann mun kjósa.

„Hún heitir Katrín Jakobsdóttir,“ segir Kristján í viðtali.

Kristján Sigfússon.
Kristján Sigfússon. mbl.is/Eyþór Árnason

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að hún er þinn forseti?

„Mér finnst hún vera best máli farin og koma fram án þess að vera með einhvern hræðslutitring á meðan hún talar, hún er bara flott.“

Nína María Morávek.
Nína María Morávek. mbl.is/Eyþór Árnason

Segir að Baldur hafi bestu þekkinguna

Nína María Morávek kveðst vera búin að ákveða hvern hún kýs og að það sé hann Baldur Þórhallsson.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að hann er þinn forseti?

„Það er einfaldlega vegna þess að mér finnst hann kannski hafa besta þekkingargrunninn í þetta embætti, menntun og það sem hann hefur starfað við,” segir Nína.

„Hans forgangsmál er unga fólkið, mér finnst það skipta svo ótrúlega miklu máli í þessu að það fái athygli, framtíðin okkar,“ segir Nína enn fremur.

Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund efst í huga 

Kjartan Ólafsson kveðst ekki vera búin að ákveða sig hvern hann eigi að kjósa en segir að Katrín og Halla Hrund séu efst í huga hans. 

Heldurðu að þú munir horfa á kappræðurnar til þess að taka lokaákvörðun? 

„Já, en það má kannski segja að þetta eru allt mjög frambærilegir frambjóðendur, mér finnst það nú alveg mega koma fram,“ segir Kjartan í viðtali við mbl.  

Morg­un­blaðið og mbl.is standa fyr­ir kapp­ræðum sem streymt verður á vef mbl.is klukk­an 16 í dag. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert