„Við getum ekki skilið þau eftir bjargarlaus“

„Það þarf að huga að dýrunum,“ segir Víðir.
„Það þarf að huga að dýrunum,“ segir Víðir. mbl.is/Ásdís

Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varna, segir til skoðunar hvort hægt verði að koma því sauðfé sem eftir er í Grindavík úr bænum í dag. 

Dýra­vernd­un­ar­sam­band Íslands (DÍS) lýsti í gær áhyggjum sínum af því að enn sæti sauðfé innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík og óskuðu samtökin eftir því að tafarlaust yrði brugðist við og dýrunum bjargað úr hættulegum aðstæðum. 

Það þarf að huga að dýrunum“

Víðir segir um að ræða aðgerð sem viðbragðsstjórnin í Grindavík mun vinna í samvinnu við þá bændur sem eiga sauðfé á svæðinu. 

„Það þarf að huga að dýrunum, við getum ekki skilið þau eftir bjargarlaus. Þannig að það verður eitthvað reynt að gera í dag til að aðstoða þá bændur sem voru komnir með kindurnar sínar aftur inn í Grindavík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert