50 til 100 manns bólusettir á dag

Fólk sem umgengst ung börn mætir helst í bólusetningu.
Fólk sem umgengst ung börn mætir helst í bólusetningu. mbl.is/Hari

Talsvert mikil aðsókn hefur verið í bólusetningar fyrir kíghósta undanfarnar vikur. „Það er greinilegt að margir vilja vera ábyrgir,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og svæðisstjóri upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið.

Sá hópur sem sækir bólusetningu hvað mest er fólk sem umgengst börn yngri en sex mánaða. Margrét segir marga átta sig á því að nauðsynlegt sé að endurnýja bólusetninguna á 10 ára fresti.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur verið að bólusetja 50 til 100 manns á hverjum degi fyrir kíghósta í margar vikur, bætir Margrét við.

Þá upplýsti Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga blaðið um að frá byrjun apríl hefðu um 5.100 kíghóstabólusetningar verið gefnar fullorðnum einstaklingum.

Aðsókn í bólusetningu almennt hérlendis hefur alltaf verið mikil. Hún hefur verið við 90 prósenta mörkin í gegnum árin en markmiðið er að ná henni í 95 prósent því þá myndast hjarðónæmi, sem gerir útrýmingu sjúkdóma líklegri, segir Margrét.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert