Ætla með mál gegn Páli fyrir Hæstarétt

Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.
Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson. Ljósmynd/Blaðaljósmyndarafélag Íslands

Fyrrum Kjarnamenn og núverandi ritstjóri og blaðamaður Heimildarinnar, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson, hyggjast láta reyna á dóm Landsréttar sem féll í dag fyrir Hæstarétti.

Þar var Páll Vilhjálmsson bloggari sýknaður um að hafa haft uppi meiðandi ummæli gegn fjölmiðlamönnunum í tengslum við umfjöllun um „skæruliðadeild,“ Samherja.

Ummæli Páls snúa að því að bendla Þórð Snæ og Arnar Þór við byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra í bloggfærslum.

„Til þessa hafa ásakanir um refsiverða háttsemi sem ekki eru sannleikanum samkvæmar talist vera ærumeiðingar. Hér er því um stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum dómstólum. Á það verður látið reyna fyrir Hæstarétti,“ segir Þórður Snær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka