Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til þess að sækja veikan einstakling á Langjökul. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Björgunarsveitir á Flúðum, Biskupstungum og Árnesi hafa verið kallaðar til aðstoðar, en Jón Þór gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Uppfært klukkan 18.22:
Björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Ok úr Borgarfirðinum eru á leiðinni að sækja einstaklinginn. Ok er á leiðinni vestan frá og Ingunn austan frá.
Meðal annars er notast við snjósleða til þess að komast að einstaklingnum. Jón Þór gat ekki sagt til um ástand hans.
Fréttin hefur verið uppfærð.