Bláa lónið óvart flokkað sem sumarhús

Bláa lónið var fyrir mistök flokkað með sumarhúsum við gerð …
Bláa lónið var fyrir mistök flokkað með sumarhúsum við gerð nýs fasteignamats. Eggert Jóhannesson

Nýtt fasteignamat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir sveitarfélög hefur verið uppfært, en Bláa lónið var fyrir mistök flokkað með sumarhúsum í Grindavík við gerð matsins. 

Fasteignamat á sumarhúsum í Grindavík hækkar því úr 107 milljónum í 112 milljónir króna, sem er hækkun um 4,6%, en ekki um 5,3% líkt og fyrri tölur gerðu ráð fyrir. 

Í nýju fasteignamati HMS er þó gert ráð fyrir 15,6% hækkun fasteignamats sumarhúsa á landsvísu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert