Spursmál hafa verið leiðandi vettvangur í þjóðmálaumræðunni í aðdraganda forsetakosninga og hafa spurningar og svör manna þar á undanförnum vikum vakið þjóðarathygli.
Viðtölin við forsetaframbjóðendur voru markviss og hvöss og úr þeim komu oft á tíðum athyglisverð augnablik sem fæstir hafa gleymt.
Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson voru þeir forsetaframbjóðendur sem mættu í settið.
Í myndskeiðinu í spilaranum að ofan er hægt að sjá eftirminnilegustu atvikin á undanförnum vikum.
Af eftirminnilegum svörum má nefna þegar Baldur Þórhallsson kvaðst hafa gleymt því hvað hann kaus í Icesave.
„Ég bara einfaldlega, í sannleika sagt, bara hreinlega man það ekki. Ég bara hreinlega sagt man það ekki,“ sagði Baldur aðspurður.
Þá vöktu svör Katrínar við spurningum um Landsdómsmálið og fóstureyðingar mikla athygli og ekki vakti það minni athygli þegar Halla Hrund mætti í Spursmál. Halla Hrund var minnt á það að hún hafi vissulega búið í einbýlishúsi og svaraði hún fyrir Argentínuferð sína og útgjöld Orkustofnunar.
Í myndskeiðinu í spilaranum að ofan er hægt að sjá eftirminnilegustu atvikin á undanförnum vikum.