Spursmál þessarar viku verða helguð væntanlegum forsetakosningum sem fram fara á morgun, laugardag. Farið verður ofan í saumana á löngum aðdraganda kosninganna og málin krufin en líkt og alþjóð veit verður nýr forseti lýðræðisins brátt kjörinn.
Þau Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Sindri Sindrason fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blasir við á lokametrum kosningabaráttunnar. Miðað við niðurstöður síðustu skoðanakannana gæti verið að fram undan séu mest spennandi kosningar síðustu áratugi.
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson verður einnig til viðtals í þættinum. Í vikunni hófst enn eitt eldgosið á Reykjanesskaga sem er það áttunda í röðinni yfir aðeins þriggja ára tímabil. Verða eldsumbrotin rædd í þaula og mat lagt á stöðu Grindavíkurbæjar út frá nýjustu sviðsmyndum.
Ekki missa af upplýsandi samfélagsumræðu í Spursmálum alla föstudaga hér á mbl.is klukkan 14.