Fengið ýmsar vísbendingar en maðurinn enn ófundinn

Atvikin áttu sér m.a. stað við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.
Atvikin áttu sér m.a. stað við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ýmsar vísbendingar í tengslum við manninn eða mennina sem hafa ógnað og jafn­vel ráðist á börn í Hafnarfirði að undanförnu. Mennirnir eru samt enn enn ekki fundnir.

Fjög­ur at­vik urði í Hafn­ar­f­irði að und­an­förnu þar sem maður ógnaði börn­um eða réðst á börn. Örygg­is­ráðstaf­an­ir í Víðistaðaskóla hafa verið aukn­ar fyr­ir vikið.

„Við höfum verið með aukið eftirlit og reynt að hafa upp á viðkomandi. Vísbendingar hafa verið að koma upp um einhverja og við höfum fylgt þeim eftir. Það er samt alls konar skýringar á því þegar fólk er á ferðinni,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Foreldrarölt á morgnana

At­vik­in áttu sér öll stað í Hafn­ar­f­irði; við Víðistaðatún, við Engi­dals­skóla, nærri Lækj­ar­skóla og nú síðast í gær var ráðist á níu ára stúlku við Víðistaðaskóla.

Mis­mun­andi lýs­ing­ar hafa verið gefn­ar á ger­anda í mál­un­um.

„Foreldrafélagið hefur verið á ferðinni á morgnana, með svona foreldrarölt í tengslum við ungmennin og við líka. Við höldum því bara áfram,“ bæir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert