Gagnrýnin ekki óeðlileg

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir að búast megi við ákvörðun um af­greiðslu um­sókn­ar Hvals hf. um end­ur­nýj­un leyf­is til hval­veiða í næstu viku. Segir hún gagnrýni á tímalengd ákvörðuninnar ekki óeðlilega.

mbl.is greindi frá í morgun að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi gagnrýnt þann tíma sem matvælaráðuneytið hafi tekið sér þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi leyfi til hvalveiða og óskað eftir skýringum.

Mat­vælaráðuneytið sendi í vik­unni beiðni til þriggja stofn­ana og 13 hagaðila svo­nefndra, þar sem óskað er um­sagn­ar þeirra um um­sókn Hvals um leyfi til hval­veiða. Vekur það athygli þar sem umsókn Hvals um leyfið var send til ráðuneytisins fyrir rúmum fjórum mánuðum.

Í samtali við mbl.is segir Bjarkey gagnrýnina ekki vera óeðlilega.

„Í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það og eins og ég hef sagt áður, ég kom að málinu frekar seint og ég er bara búin að vera að fá gögn og upplýsingar sem ég tel mig þurfa til þess að taka ákvörðun.“

Væntir þess að geta tekið ákvörðun eftir helgi

Spurð hvort eitthvað nýtt sé að frétta af málinu segir Bjarkey ekki svo vera.

„Það er umsagnarfrestur til 4. júní, strax eftir helgina og þegar ég er kominn með það í hendurnar þá vænti ég þess að ég geti tekið ákvörðun.

Má þá búast við frekari vendingum á mánudaginn?

„Ekki endilega á mánudaginn en í næstu viku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert