Eldgos í 48 daga það sem af er ári

Eldgos hófst 29. maí við Sundhnúkagígaröðina.
Eldgos hófst 29. maí við Sundhnúkagígaröðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert lát virðist vera á eldgosum á Reykjanesskaga. Það sem af er ári hafa verið gos norðan Grindavíkur í 48 daga, eða þriðjung ársins.

Á miðvikudag hófst fimmta eldgosið síðan goshrina hófst í Sundhnúkagígaröðinni 18. desember á síðasta ári. Þetta er jafnframt áttunda gosið á Reykjanesskaga á þremur árum.

Flest gosin í eldgosaröðinni við Sundhnúkagíga hafa varað stutt, eða í 1-4 daga. Gosið sem hófst 16. mars, hið sjöunda í röðinni, stóð í 45 daga eða til 9. maí síðastliðins.

Óvíst er hversu lengi eldgosið sem hófst á miðvikudag varir en fljótt hefur dregið úr virkni þess.

Mikil skjálftahrina gekk yfir Grindavík 10. nóvember sl. og bærinn rýmdur í kjölfarið. Rúmum mánuði síðar hófst gos á milli Stóra-Skógfells og Sundhnúkagíga, hið fyrsta í Svartsengiskerfinu. Því gosi lauk þremur dögum síðar, eða 21. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert