Gosórói helst stöðugur

Hér má sjá eldgosið í vefmyndavél mbl.is.
Hér má sjá eldgosið í vefmyndavél mbl.is. Skjáskot/mbl.is

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina tók ekki miklum breytingum í nótt. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvakt Veðurstofu Íslands.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, sagði um hádegi í gær við mbl.is að hann teldi framleiðni gossins þá vera um 50 rúmmetrar á sekúndu. 

Hefur því dregið talsvert úr krafti gossins frá því á miðvikudag en áætluð framleiðni þess þegar það stóð sem hæst var um 1.500 til 2.000 rúmmetrar á sekúndu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert