Halla segir þjóðina vanta umbreytingarleiðtoga

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:13
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:13
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég er þeirr­ar skoðunar að okk­ur vanti umbreyt­ing­ar­leiðtoga, ekki bara einn en að for­seti geti farið fyr­ir því, og ég vil leggja áherslu á að við leiðum fólk sam­an,“ sagði Halla Tóm­as­dótt­ir í for­se­takapp­ræðum Morg­un­blaðsins og mbl.is í gær.

Hún sagði að traust í sam­fé­lag­inu væri með lægsta móti sem við höf­um séð og því sé ekki hægt að vinna eins og áður hef­ur verið gert.

Ótt­ast ekki að nota mál­skots­rétt­inn

Halla kveðst vilja vera for­seti sem leiðir sam­an stjórn­völd, at­vinnu­líf, þriðja geir­ann, ólík­ar kyn­slóðir og hópa sam­fé­lags­ins, og gefa fólki auk­inn þátt í að móta framtíðar­sýn­in lands­ins.

„Eins og þetta blas­ir við mér þá höf­um við verið að tosa allt of mikið í sund­ur í stór­um og mik­il­væg­um mál­um. Og nú spyr þjóðin um mál­skots­rétt­inn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég ótt­ast ekki að nýta hann,“ sagði Halla meðal ann­ars.

Hún sagði samt ekki nóg að setja bara mál í at­kvæðagreiðslu held­ur þyrfti sam­tal að eiga sér í þjóðinni.

Horfðu á kapp­ræðurn­ar í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka