Hver frambjóðendanna er „forsetalegastur“?

Sumir eru sagðir forsetalegir en aðrir ekki. Álitsgjafar Spursmála spáðu í þau spil í þætti dagsins og komust að forvitnilegum niðurstöðum.

Halla Tómasdóttir er í hópi þeirra sem nefnd er þegar …
Halla Tómasdóttir er í hópi þeirra sem nefnd er þegar vöngum er velt yfir því hver sé forsetalegastur frambjóðendanna sem nú etja kappi um embættið háa. mbl.isKristinn Magnússon

Þrír góðir gestir

Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta, Sindri Sindrason, fjölmiðlamaður og Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Orðaskipti þeirra um forsetalegasta frambjóðandann má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Þremenningarnir mættu til Stefáns Einars í Spursmál þegar innan við tuttugu tímar voru í að kjörstaðir opna og spennan fyrir kosningunum er orðin áþreifanleg en síðustu vikur hafa Spursmál verið lifandi vettvangur umræðu um kosningarnar og hafa þeir frambjóðendur sem raðað hafa sér í efstu sæi skoðanakannana meðal annars mætt til leiks.

Katrín Jakobsdóttir er nefnd til sögunnar þegar rætt er um …
Katrín Jakobsdóttir er nefnd til sögunnar þegar rætt er um „forsetalega“ frambjóðendur. Hún hefur lengi verið á stóra sviði þjóðmálanna og þekkir það að vera í kastljósi fjölmiðla hér heima og erlendis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðtalið við Andrés, Eddu og Sindra má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka