Katrín og Ólafur áttu samtal um mögulegt framboð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:03
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:03
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Katrín Jak­obs­dótt­ir ræddi á sín­um tíma við Ólaf Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und um mögu­legt for­setafram­boðs hans.

Þetta kom fram í for­se­takapp­ræðum Morg­un­blaðsins og mbl.is sem haldn­ar voru í gær.

„Við þekkj­umst ég og Ólaf­ur Jó­hann. Við átt­um sam­tal, hann var auðvitað að velta þessu fyr­ir sér um tíma,“ sagði Katrín í kapp­ræðunum aðspurð.

Hún setti ekki þrýst­ing á hann um að fara ekki fram en vildi ekki greina nán­ar frá sam­tal­inu á milli þeirra þar sem um tveggja manna tal væri að ræða. 

Lengi orðaður við fram­boð

Ólaf­ur Jó­hann var lengi vel orðaður við fram­boð til for­seta Íslands og voru marg­ir sem skoruðu á hann að láta slag standa.

Hann kvaðst leggja við hlust­ir en þann 14. mars gaf hann þó frá sér til­kynn­ingu þar sem hann greindi frá því að hann myndi ekki bjóða sig fram til for­seta.

„Ég treysti þjóðinni til að finna í þetta vandmeðfarna embætti ein­stak­ling sem er því vax­inn – gæt­ir hags­muna Íslands heima og heim­an, stend­ur vörð um menn­ingu okk­ar og tungu, þekk­ir sögu okk­ar og sér­stöðu en sér um leið fram á veg­inn,“ sagði Ólaf­ur í fyrr­nefndri til­kynn­ingu.

Horfðu á kapp­ræðurn­ar í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka