Kjósa um hvort kjósa eigi um nafn

Skyldu íbúar hreppsins vilja nýtt nafn á hann.
Skyldu íbúar hreppsins vilja nýtt nafn á hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að íbúar sveitarfélagsins kjósi um það hvort kjósa eigi um nýtt nafn á sveitarfélaginu. Íbúakosning fer fram samhliða forsetakosningunum á morgun, laugardag.

Ef meirihluti fæst fyrir því að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið verður nafnasamkeppni ýtt úr vör. Í kjölfarið verður þá stefnt að því að blása til íbúakosningar um nýtt nafn á sveitarfélaginu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, samhliða alþingiskosningum að ári.

Sameina sveitina enn frekar

Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri segir að aðdraganda kosningarinnar megi rekja allt til ársins 2002 þegar Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust. Segir hún að nú hafi heyrst háværari raddir í samfélaginu um að sameina mætti sveitina enn frekar og finna sveitarfélaginu nýtt nafn.

Þá viðurkennir sveitarstjórinn að hugsanlega sé núverandi nafn þess ekki það allra þjálasta í orðabókinni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, 30. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert