Mikill fjöldi leitarmanna hefur verið að störfum við Fnjóská frá því tilkynnt var að maður hefði fallið í ána og týnst.
Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
„Því miður hefur þessi umfangsmikla leit ekki enn borið árangur. Leit verður haldið áfram inn í nóttina og nú er verið að skipuleggja frekari leitaraðgerðir með morgninum.“