Hópur mótmælenda var saman kominn í Skuggasundi þegar ráðherrar gengu á ríkisstjórnarfund í morgun.
Mótmælendur kröfðust þess að viðskiptaþvinganir yrðu settar á Ísrael og að stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasambandi við ríkið.
Félagið Ísland - Palestína boðaði til mótmælanna og má sjá mótmælendur halda á fána Palestínu.
Einn mótmælandi virðist hafa lagst niður fyrir framan bíl eins ráðherrans og þannig stöðvað för hans, eins og sjá má á mynd sem ljósmyndari mbl.is tók.